Nicolas Vincenzi er í starfsnámi á Hvanneyri en hann er í búvísindanámi í AgroSup Dijon í Frakklandi. Mynd aðsend.

Starfsnemar á Hvanneyri

Nicolas Vincenzi er starfsnemi á Jarðræktarmiðstöð LbhÍ í sumar. Nicolas kemur frá Frakklandi og er á öðru ári í búvísindum við AgroSup Dijon. Sem hluti af náminu þurfa nemendur að vinna verknám erlendis í 18 vikur hið minnsta og verður Nicolas hjá okkur í 20 vikur. Hann mun vinna með Friederike Danneil, verkefnisstjóra að rannsóknarverkefni um sjálfbæra áburðarframleiðslu þar sem staðbundin hráefni eru nýtt fyrir ræktun hér á landi. Þá mun Nicolas einnig vinna með Hrannari Hilmarssyni tilraunastjóra og Jónínu Svavarsdóttur sérfræðingi á Jarðræktarmiðstöð LbhÍ að þeim tilraunaverkefnum sem þar eru í gangi í sumar. Má þar nefna vinnu við tilraunaakra og rannsóknarræktun í gróðurhúsinu ásamt almennum störfum en einnig mun hann aðstoða í fjósinu hjá Agli Gunnarssyni bústjóra á Hvanneyrarbúinu.

„Ég ólst ekki upp við landbúnað en ég kynntist honum hjá nágranna okkar sem rak lítið lífrænt mjólkurbú í austurhluta Frakklands og frá unga aldri starfaði ég hjá honum í skólafríum. Ég lærði að ala upp kýr, huga að jarðveginum, viðhalda lífræðilegum fjölbreytileika og huga að heilsu og vellíðan kúnna. Á heimili mínu lærði ég snemma um loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra svo það lá beint við að ég vildi sérhæfa mig í sjálfbærum landbúnaði og stuðla að því að finna betri leiðir til að framleiða landbúnaðarvöru á sjálfbærari máta með áherslu á landbúnaðarvistfræði“

Nicolas mun ljúka BSc námi sínu á næsta ári og hefur hann ákveðið bæta við verknámsári áður en hann skrifar lokaritgerð og þannig bæta við reynslu sína á því sviði sem hann hyggst sérhæfa sig á. Nicolas sér fyrir sér að öðlast meiri reynslu við lífrænan landbúnað í heimalandi sínu og leggja áherslu á landbúnaðarvistfræðina og kynna sér mismunandi aðferðir eða kerfi lífræns landbúnaðar ásamt því að hafa áhuga á ráðgjöf og miðlun til bænda sem og vinnu við reglugerðir og stefnumörkun í samvinnu hins opinbera og bænda.

„Mér fannst mjög spennandi að fá tækifæri til að vinna á Íslandi við rannsóknir og í beinni vinnu á tilraunaökrunum ásamt því að skoða nýjar, sjálfbærari leiðir til áburðarframeiðslu. Ég hef verið að aðstoða Hrannar og Jónínu við að sá og bera á tilraunareitina og þá forvinnu sem þarf til þess. Ég hef lært að ná hýðinu af hafrafræjum með aðstöð tækninnar ásamt því að aðstoða Friederike að lesa yfir gögn um rannsóknir á eiginleikum íslensks jarðvegs sem og eldri rannsóknir um lífrænan áburð. Þá höfum við einnig verið að vinna á rannsóknarstofunni við að greina mykju til dæmis pH gildi hennar og þurrefnismagn.“

Nicolas býr á nemendagörðum á Hvanneyri og er aðalega við störf þar ásamt því að fylgja starfsfólki Jarðræktarmiðstöðvar við störf um landið.

„Í framtíðinni sé ég fyrir mér að vinna við ráðagjöf í landbúnaði. Ég vil vinna með bændum við að bæta þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga og lausnum í þeim málum. Ég vil einnig vinna að stjórnsýslunni og ákvarðanatöku í landbúnaðarmálum þar sem ég þekki landbúnaðarstörf vel af eigin hendi og það gefur mér betri innsýn.“

--

Interns in Hvanneyri

We introduce our second intern, Nicolas Vincenzi. Nicolas comes from France and is a student in his second year at AgroSup Dijon where he studies agronomy. As a part of their studies an minimum of 18 weeks internship abroad in the field is obligatory. Nicolas will be working with us for 20 weeks where he is mainly working with Friederike Danneil project leader on reasearch in sustainable and local fertilizer raw materials sourcing for Iceland’s crop cultivation. He will also be working with Hrannar Smárason, head of agronomy tials, and Jónína Svavarsdóttir research specialist at the Agronomy centre in Hvanneyri. In addition he will also help out at the Hvanneyri dairy farm with Egill Gunnarsson.

„I don't come from a farming background but I discovered this world with my neighbor's farm - it’s a little organic dairy farm at the east of the France, since my very young age, I worked in this farm the holidays. I discovered how to raise a cow and to take care of the soils, the biodiversity, and the well being of the cows. Furthermore, my parents made me aware at a very young age of climate change and what it entailed - So naturally, I therefore took to heart to specialize in a more sustainable agriculture and to discover new ways of producing, more sustainably, especially through agro-ecology“

Nicolas will finish his Bachelor degree next year and has decided to to choose a specialization and to make a final internship before writing his thesis. He wants to use the opertunity to develop his knowlede and experience in sustainable agriculture in France next year and train in agro-ecology by visiting a lot of different sustainable agricultural systems to study them and develop one's own idea on it. Nicolas is also interested in doing an internship with the organization that links producers, production and government and essencial structure with policy making and their impact on farmers.

„It was perfect to get the the opportunity to work here in Iceland, on a research campus with direct applications in the field, and to study a project to look for more sustainable ways to fertilize.  I’ve been able to help Hrannar and Jonina to sow and fertilize the experimentals trials, to manage the agronomy center for preparing these works, to discover a new machine to separate the oat grain from its shell. And to help Friederike to read documents and studies on the characteristics of the Icelandic soil and the research already done on organic fertilization. We’ve begun to make some lab work on the cattle manure from the cowhouse like pH analysis, dry matter content calculation.“

After his Bachelors degree he plans to enroll for masters studies. Nicolas is currently living in the campus in Hvanneyri and is mainly working there as well as  accompanying the team at the Agronomy Centre on their work around the island.

„In the future I would like to be an agricultural adviser and work in the field, to go and see the farmers to answer their problems by making them aware of the climate change that is coming (example: more and more drought in France) or work in the organisations making decision that impact these farmers, because I know this job and I would be better able to judge the stakes of new decisions and help to work on the sustainability of agriculture.“ 

 

Nicolas hefur reynslu af vinnu á lífrænu mjólkurbúi í austurhluta Frakklands. Mynd aðsend.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image