Starfsmenn LbhÍ hljóta umhverfisviðurkenningu frá Mosfellsbæ

Hjónin Ólafur Arnalds og Ása L. Aradóttir, sem bæði eru prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlutu umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2016 vegna fræðslu- og vísindastarfa á sviði náttúruverndar og landgræðslu. Viðurkenningin var afhent á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ sem fram fór um síðustu helgi. Mosfellsbær hefur lagt mikla áherslu á umhverfismál í starfi sínu og náttúra bæjarins laðar til sín íbúa sem sækja í hvers kyns útivist.  Við sama tilefni hlaut Andrés Arnalds hjá Landgræðslu ríkisins einnig viðurkenningu fyrir störf á sviði gróðurverndar og landgræðslu.

Ása og Ólafur hafa starfað við Landbúnaðarháskólann um langt skeið og miðlað þar sinni þekkingu á umhverfismálum á faglegan hátt. Í fyrra kom út bókin "Að lesa og lækna landið", eftir hjónin, og eru þar m.a. góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlúa að röskuðu landi.

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image