Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í fulla stöðu við reiðkennslu og yfirumsjón hestamiðstöðvar LbhÍ. Viðkomandi þarf að hafa háskólagráðu í reiðkennslu eða sambærilega menntun og reynslu af reiðkennslu, auk verulegrar reynslu í hestahaldi, hestatengdum rekstri, tamningum og þjálfun hrossa auk reynslu af almennum bústörfum.
Mikilvægir eiginleikar í starfinu eru m.a. fagleg nálgun, frumkvæði, skipulagshæfileikar og samstarfslund.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Þorsteinsson (
Umsóknarfrestur er til 16. nóvember n.k. en gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna frá og með 1. janúar n.k. Umsóknir skulu sendar til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Kristín Siemsen, Ásgarði, Hvanneyri 311 Borgarnes eða á
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.