Starf við LbhÍ: Mannauðsstjóri

Landbúnaðarháskóli Íslands leitar að mannauðsstjóra til starfa. Við leitum að einstaklingi sem hefur fagmennsku, góð samskipti og stöðugar umbætur að leiðarljósi.

Mannauðsstjóri starfar í samstarfi við framkvæmdastjórn skólans og heyrir undir rektor. Hlutverk mannauðsstjóra er að efla mannauð skólans, samskipti og starfsumhverfi og laða til stofnunarinnar úrvals starfsfólk.  Aðalstarfsstöð er á Hvanneyri, en starfið krefst jafnframt reglubundinnar viðveru í Reykjavík og Reykjum í Ölfusi.

Starfssvið

• Mönnun, ráðningar og móttaka nýrra starfsmanna

• Starfsþróun starfsmanna

• Ráðgjöf við stjórnendur

• Innri samskipti

• Vinnustaðamenning og starfsandi

Menntunar- og hæfniskröfur

• Meistarapróf í mannauðsstjórnun, vinnusálfræði eða skyldum greinum (mjög sterkir umsækjendur með BS/BA koma einnig til greina)

• Haldgóð reynsla af stefnumiðaðri mannauðsstjórnun, starfsþróunarverkefnum og breytingastjórnun

• Þekking á helstu aðferðum innri samskipta

• Mikil samstarfshæfni, jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði í starfi og árangursmiðuð nálgun verkefna

Umsóknarferli

Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Kristín Siemsen Ásgarði – 311 Hvanneyri eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. merkt „Mannauðsstjóri“

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2016. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða hálft starf.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Þorsteinsson, rektor í síma 433 5000 og netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.lbhi.is

Við Landbúnaðarháskóla Íslands starfa 85 starfsmenn og eru þeir staðsettir á Hvanneyri í Borgarfirði (höfuðstöðvar), Keldnaholti í Reykjavík og Reykjum í Ölfusi. Skólinn starfar bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi við fjölbreytta og metnaðarfulla kennslu og rannsóknir á sviði auðlinda-  og náttúruvísinda.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image