Starf við Lbhí: Búfræðikennari

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða til starfa kennara við starfs- og endurmenntunardeild skólans.  Starfið felst í bóklegri og verklegri kennslu búrekstrar- og bútæknigreina við búfræðibraut skólans á Hvanneyri, ásamt kennslu á endurmenntunarnámskeiðum á vegum LbhÍ.  Um er að ræða 100% starf. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann 1. ágúst næstkomandi. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

  • Umsækjendur hafi búfræðipróf og háskólapróf í búvísindum eða sambærilega menntun.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af búskap og búrekstri og sé vel að sér í bútækni og búrekstrarfögum.
  • Áhersla er lögð á vandvirkni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af kennslu er nauðsynleg.

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2015. Umsóknir sendist til  Landbúnaðarháskóla Íslands,  b.t. Kristínar Siemsen,  Hvanneyri, 311 Borgarnes eða í tölvupósti  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðríður Helgadóttir forstöðumaður starfs-og endurmenntunardeildar í gsm 843 5314. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image