Staða nýdoktors er laus til umsóknar til að taka þátt í verkefninu Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld, áskoranir, leiðir og ávinningur (BirkiVist). Verkefnið er styrkt er af Markáætlun um samfélagslegar áskoranir. Um er að ræða ráðningu til 12 mánuða.
BirkiVist er þverfræðilegt verkefni sem miðar að sköpun tækifæra og þróun skilvirkra leiða við endurheimt birkiskóga á landsvísu, auk þess að meta ávinning og afleiðingar endurheimtarinnar fyrir kolefnisbindingu, vatnsbúskap, líffræðilega fjölbreytni, landslag og upplifun. Verkefnið er leitt af Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunni og Háskóla Íslands, en meðal annarra samstarfsaðila eru Listaháskóli Íslands, Skógræktin, Háskólinn á Akureyri og Svarmi. Viðkomandi nýdoktor mun starfa náið með sérfræðingum Landbúnaðarháskólans og Landgræðslunnar, auk annarra þátttakenda í BirkiVistarverkefninu.
///
The Agricultural University of Iceland (AUI) is seeking a postdoctoral researcher for one year to join the project Restoration of birch woodlands in the 21st century, challenges, approaches, and benefits ( BirkiVist or EcoBirch)funded by the Strategic Research and Development program on Societal Challenges.
BirkiVist is a transdisciplinary collaborative project that aims to promote and support scaling-up of native woodland restoration and assess its benefits for carbon sequestration, biodiversity, landscape and aesthetics. The project is led by scientists from the AUI, Soil Conservation Service of Iceland (SCSI) and University of Iceland, but other participants come from the Iceland University for the Arts, Icelandic Forest Service, Svarmi and other agencies. The postdoctoral researcher will work closely with SCSI and AUI experts, as well as other participants in the BirkiVist project.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Vinna við tölfræðileg spálíkön fyrir breytingar á kolefnisforða í jarðvegi við framvindu náttúrulegra birkiskóga
-
Ritun fræðigreina í samráði við aðra þátttakendur í verkefninu
-
Þátttaka í verkefnafundum
-
Aðkoma að öðrum verkþáttum Birkivistar eftir þörfum
///
-
Development of statistical models for dynamics of soil carbon stocks during succession of native birch woodlands
-
Publications in peer-reviewed academic journals in cooperation with other participants
-
Participation in project meetings
-
Participation in other aspects of the BirkiVist project, according to needs and field of interest.
Hæfniskröfur
-
Doktorsgráða í vistfræði, umhverfisvísindum eða skyldum greinum sem nýtast í verkefninu
-
Kunnátta í tölfræði auk meðhöndlunar og úrvinnslu gagnasetta
-
Reynsla af gerð líkana og þekking á viðkomandi forritunarumhverfi
-
Birtingar í ritrýndum fræðitímaritum
-
Reynsla af vinnu við fjarkönnunargögn æskileg
-
Grunnur í vistfræði/landslagsvistfræði æskilegur
-
Geta til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hópi
-
Góðir samskiptahæfileikar
///
-
Doctoral degree in ecology, environmental sciences or related subjects applicable to the project
-
Demonstrated capabilities in statistics and processing of data sets
-
Demonstrated capabilities in modelling and fluency in relevant programming
-
Peer-reviewed publication history
-
Experience working with remote sensing data is preferred
-
Background in ecology/landscape ecology is preferred
-
Ability to work well in a team as well as independently
-
Good communication skills
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
-
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags
-
Starfsstöð verður hjá Landbúnaðarháskóla Íslands að Árleyni 22 í Reykjavík
-
Með umsókn skulu fylgja kynningarbréf, starfsferilskrá auk upplýsinga um meðmælendur. Við ráðningu skal leggja fram staðfestingu á doktorsgráðu.
///
-
Salaries are according to the current wage agreement concluded by the Minister of Finance and Economic Affairs and the relevant trade union
-
The postdoctoral researcher will be based at the Agricultural University of Iceland at Árleyni 22 in Reykjavík
-
Application shall be accompanied by a motivation letter, a CV and reference contact information. At the time of hiring, a confirmation of a doctorate degree shall be submitted.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.01.2024
Nánari upplýsingar veitir
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 433 5000
Ása Lovísa Aradóttir,
Sími: 433 5000