Staða nýdoktors er laus til umsóknar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands til að taka þátt í verkefninu Áhrif endurheimtar votlendis á jöfnuð gróðurhúsalofttegunda og aðra vistkerfisferla (ReWet). Verkefnið er styrkt er af Rannsóknajóði RANNÍS. Um er að ræða ráðningu til tveggja ára.
Losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi er stærsti einstaki þátturinn í losunarbókhaldi Íslands, en landstölur byggja nú að stærstum hluta á losunarstuðlum IPCC og eru því háðar töluverðri óvissu vegna skorts á beinum mælingum hérlendis. Í ReWet verkefninu eru gerðar mælingar á losun GHL frá bæði náttúrulegu og framræstu votlendi sem verður svo endurheimt. Verkefnið er leitt af Landbúnaðarháskóla Íslands og samstarfsaðilar eru Land og skógur, Háskólinn á Akureyri, Svarmi ehf og Helsinkiháskóli.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Taka virkan þátt í útirannsóknum árið um kring á Íslandi
-
Ábyrgð á rekstri færanlegra mælitækja til að mæla flæði CO2, CH4 og N2O og skala upp slíkar mælingar bæði í tíma og rúmi
-
Aðstoða við rekstur iðufylgni-mælistöðvar (e. eddy covariance tower)
-
Umsjón með sumarstarfsmönnum og framhaldsnemum sem vinna við verkefnið og samstarf við aðra þátttakendur
-
Halda utan um stór gagnasöfn og vinna greiningar sem tengja saman klefa-GHL mælingar við aðra hluta verkefnisins sem snúa að örveruvistfræði, jarðvegsfræði, fjarkönnun, vatnafræði, o.fl.
-
Taka þátt í birtingu niðurstaðna frá verkefninu í alþjóðlegum vísindaritum í samstarfi við aðra þátttakendur
Hæfniskröfur
-
Doktorsgráða í umhverfisvísindum, vistkerfisfræði, votlendisvistfræði, eða skyldum greinum sem nýtast í verkefninu
-
Reynsla af mælingum á flæði gróðurhúsalofttegunda og úrvinnslu, túlkun og skölun slíkra mæligagna í tíma og rúmi
-
Geta til að vinna sjálfstætt við erfiðar umhverfisaðstæður og sem hluti af hópi
-
Hafa ökuréttindi sem gilda á Íslandi
-
Vera altalandi og skrifandi á enska tungu
-
Hafa sýnt fram á reynslu af ritun og birtingu alþjóðlegra vísindagreina
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að láta ferilskrá, kynningarbréf, prófskírteini auk ritskrá fylgja umsókn sinni.
Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Bjarni Diðrik Sigurðsson,
Sími: 4335000
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 4335000