Laus er til umsóknar staða deildarforseta við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ)

Störf í boði - Staða deildarforseta

Laus er til umsóknar staða deildarforseta við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Um er að ræða nýja stöðu við háskólann sem verður til við sameiningu þriggja fagdeilda LbhÍ. Um er að ræða krefjandi starf við ört vaxandi alþjóðlega menntastofnun sem krefst m.a. hæfni í breytingastjórnun og faglegri stjórnun í akademísku umhverfi.

Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ veitir BSc, MSc og PhD gráður ásamt því að bjóða upp á starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón með stjórnun og rekstri fagdeildar

  • Stefnumörkun og framþróun fagdeildar

  • Umsjón með málum sem snerta rannsóknir og alþjóðlega starfsemi í samstarfi við alþjóða- og rannsóknafulltrúa

  • Gerð fjárhagsáætlunar fagdeildar í samvinnu við kennsluforseta og rekstrarstjóra

  • Frumkvæði að samstarfi milli námsbrauta og við aðra háskóla, stofnanir og hagaðila innanlands sem utan

  • Ábyrgð á framkvæmd gæða- og mannauðsmála í samráði við mannauðs- og gæðastjóra

  • Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan háskólans

Hæfniskröfur

  • Doktorspróf sem tengjast sérsviðum háskólans og akademískt hæfi

  • Samskiptahæfni, jákvæðni, drifkraftur og geta til að takast á við breytingar

  • Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs

  • Hæfni til að móta og miðla framtíðarsýn

  • Hæfni til að byggja upp og leiða teymi akademískra starfsmanna

  • Reynsla af rekstri og stjórnun skilyrði

  • Reynsla af starfi innan háskóla skilyrði

  • Reynsla af rannsóknum og starfi sem tengjast sérsviðum háskólans

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Rektor ræður deildarforseta til fimm ára samkvæmt verklagsreglum sem háskólaráð LbhÍ setur og starfar deildarforseti í umboði hans. Deildarforseti getur að hámarki starfað í tvö ráðningartímabil.

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni kynningarbréf auk vottorðs um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið.

Við ráðningu í störf við LbhÍ er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.02.2025

Nánari upplýsingar veitir

Ragnheiður I Þórarinsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

Guðmunda Smáradóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

Síðan hefur verið uppfærð: Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 14.02 2025

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image