Ný alþjóðleg meistaranámsbraut um umhverfisbreytingar á norðurslóðum

Spennandi nýtt meistaranám um umhverfisbreytingar á norðurslóðum

Í haust hefst ný alþjóðleg meistaranámsbraut um umhverfisbreytingar á norðurslóðum. Þessi nýja alþjóðlega meistaranámsbraut (EnCHiL Nordic Master) býður upp á hágæða rannsóknatengt framhaldsnám á fræðasviði umhverfisfræða ásamt hagnýtri reynslu á Grænlandi, Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Námið tekur tvö ár og er 120 ECTS. Kennt er á Hvanneyri og Grænlandi ásamt a.m.k. einu misseri við Háskólann í Lundi í Svíþjóð eða Háskólann í Helsinki í Finnlandi.

Vistkerfi og samfélög norðurslóða breytast með síauknum hraða. Þetta er vegna breytts loftslags, breyttrar landnýtingar, meiri ferðamannastraums, aukinna viðskipta og flutninga landa á milli sem og annarra  hagrænna breytinga. Því er aukin þörf fyrir umhverfismenntaða sérfræðinga með skilning og þverfaglega getu til að fjalla um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og umhverfis norðurslóða, í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Þessi MS gráða er hagnýtur og góður undirbúningur fyrir þverfaglegt doktorsnám í umhverfisfræðum, en ekki síður sterkur undirbúningur fyrir vinnu við stjórnsýslu tengda málefnum náttúrunýtingar og byggðamála, innanlands sem og alþjóðlega. Aukin eftirspurn er eftir sérfræðingum af einkageiranum á sviði norðurslóðafræða vegna aukinna tækifæra og áhuga á svæðinu og málaflokknum. Útskrifaður einstaklingur mun búa yfir einstakri reynslu og þekkingu frá Íslandi og Grænlandi ásamt a.m.k. eins misseris námi við einn af sterkustu rannsóknaháskólum Norður-Evrópu á sviði norðurslóðafræða. Aðilar eru einnig undirbúnir undir þverfaglega teymisvinnu í alþjóðlegu umhverfi  og samvinnu.

Nánari upplýsingar og umsóknarform er að finna á www.enchil.net Umsóknarfrestur er til 15.apríl 2020

Brautarstjóri er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image