Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi tók gildi 1. janúar þar sem kveðið er á um tveggja metra reglu, að fimmtíu nemendur megi vera í hverju rými og að hópar skuli ekki blandast í kennslu. Reglugerðin gildir til 28. febrúar nk.
Áfram verður grímuskylda á göngum og opnum svæðum, en ekki í lesrýmum. Reglugerðin leyfir því fleiri nemendur í hverri kennslustofu en tveggja metra reglan takmarkar áfram fjölda nemenda í hverri stofu.
Bann við blöndun milli hópa sem þýðir að hver nemandi má aðeins tilheyra einum hópi með að hámarki 50 manns og nemendur úr ólíkum hópum mega ekki vera saman í kennslustofu.
Nánari upplýsingar er að finna á vef heilbrigðisráðuneytisins og á covid.is.