Sólveig Magnúsdóttir hefur verið ráðin upplýsinga- og skjalastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Sólveig Magnúsdóttir nýr upplýsinga- og skjalastjóri

Sólveig Magnúsdóttir hefur verið ráðin upplýsinga- og skjalastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Sóveig er með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Bifröst og BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands með skjalastjórn sem sérfag. Hún hefur frá árinu 2013 starfað sem sem skjalastjóri og forstöðumaður skjala- og ritaraþjónustu hjá Fjármálaeftirlitinu. Áður hafði hún starfað að skjalamálum og inleiðingu skjalakerfa m.a. hjá Össuri, Sjóvá og Mosfellsbæ. Þá var hún um skeið formaður félags um skjalastjórn og formaður Lykils, félags skjalastjóra hjá sveitarfélögum.

Sólveig er áhugamanneskja um góða heilsu, útivist, garðyrkju og fleira og segist spennt fyrir starfinu framundan. 

„Ég er spennt fyrir því starfi sem er framundan við að byggja upp og móta samræmt stjórnkerfi gagna fyrir starfsemi skólans og innleiða nýtt verklag í kringum það. Skólinn hefur sett sér spennandi stefnu og verður áhugavert að taka þátt í innleiðingu á henni og öllum þeim verkefnum sem því fylgir.“ 

Sólveig hóf störf í byrjun febrúar og verður með aðstöðu á öllum starfsstöðvum skólans og bjóðum við hana velkomna til starfa.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image