Meistaravörn í skipulagsfræði – Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir

Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði

Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði: “Mannlíf Grasagarðsins í Reykjavík. Notkun og viðhorf gesta” e. People of Reykjavík Botanical Garden, use and perspective of visitors við deild Skipulags og hönnunar við Landbúnaðarháskóla Íslands

Leiðbeinendur Sóleyjar Óskar eru Dr. Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur og Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur.
Prófdómari er Dr. Bjarni Reynarsson doktor í landfræði og skipulagsfræði

Meistaravörnin fer fram þriðjudaginn 30. maí 2023 kl. 14:00 í Sauðafelli 3. hæð, Keldnaholti Reykjavík. Vörninni verður einnig streymt á Teams og er hlekkur hér. Mikilvægt er að vera kominn inn tímanlega og hafa slökkt á hljóðnema.

 

Ágrip

Grasagarðurinn í Reykjavík gegnir því tvíþætta hlutverki að vera grænt svæði í borgarumhverfi okkar og einnig plöntusafn undir berum himni. Garðurinn er opinn allan ársins hring . Markmið verkefnisins er að kanna viðhorf og notkun gesta hans. Til þess voru settar fram spurningar með gæðamatsflokkun Patrik Grahn og athafnaflokkun Jan Gehl til hliðsjónar. Spurningarkönnun var framkvæmd á tveimur ólíkum tímabilum, annars vegar yfir vetrartímann og hins vegar yfir sumartímann. Með könnuninni var ætlunin að finna út hvaða ástæður lægju að baki heimsóknum fólks í Grasagarðinn, hvernig fólk notaði hann og viðhorfi gesta til hans. Grasagarðurinn er fjölfarinn, bæði yfir vetrar- og sumartímann.

Könnunin leiddi í ljós að gestir garðsins nota hann í ýmsum tilgangi og þá helst til að komast í náttúru, hreyfa sig, fræðast og fyrir sálræna þætti eins og hugarró. Fleiri konur en karlar heimsækja garðinn og gestir koma gjarnan í garðinn í litlum hópum. Gestir dvelja lengur í garðinum yfir sumartímann en vetrartímann og koma lengra að.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image