Nemendur í umhverfisvísindum ásamt kennurum sínum frá University of Highlands and Islands í Skotlandi heimsóttu Hvanneyri í lok óktóber. Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi LBHÍ ásamt Jóhannesi Guðbrandssyni hjá Hafrannsóknastofnun tóku á móti þeim. Hópurinn tók þátt í vettvangsvinnu við Andalskílsá og á Mýrum. Heimsóknin er partur af verkefni styrkt af UK - Iceland Science Partnership. Við þökkum hópnum fyrir komuna og hlökkum til að heimsækja þau á vormánuðum.
Nemendahópurinn ásamt kennurum stilltu sér upp við Ásgarð, aðalbyggingu LBHÍ á Hvanneyri í lok heimsóknarinnar.