Skipulagsrannsóknaþingið PLANNORD 21.-23. ágúst

Ellefta norræna skipulagsrannsóknaþingið PLANNORD verður haldið á Hótel Reykjavík Natura 21.-23. ágúst 2024. Skráning er í fullum gangi á vefsíðu ráðstefnunnar þar sem einnig má finna allar nánari upplýsingar, sjá nánar á https://plannord2024.is/

Lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni verða Dr. Torill Nyseth, prófessor í samfélagsskipulagi við háskólann í Tromsø (UIT) og Dr. Simin Davoudi, prófessor í borgarskipulagi við háskólann í Newcastle. Málþingið er einstakt tækifæri fyrir alla sem vinna að viðfangsefnum tengdum skipulagsmálum og er góður vettvangur til að fylgjast með umfjöllun um skipulagsmál í norrænu samhengi, rannsóknir á sviðinu, tækifæri og áskoranir.       

Við vekjum athygli á að 21. ágúst fer fram námskeið fyrir PhD-nema á Keldnaholti og eru allar nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu ráðstefnunnar.  

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image