Guðjón Örn Sigurðsson hampar hér Gunnarsbikar og ásetuverðlaunum Félags Tamningamanna sem og að fá Morgunblaðsskeifuna. Mynd Árdís H. Jónsdóttir

Skeifuhafi 2019

Þátttakendur í Skeifukeppninni 2019. Frá vinstri, Bjarki Már Haraldsson, Elín Sara Færseth, Jóna Þórey Árnadóttir, Eydís Anna Kristófersdóttir, Þuríður Inga G. Gísladóttir og Guðjón Örn Sigurðsson. Mynd Árdís H. Jónsdóttir
Álfheiður Marinósdóttir setur hér daginn. Mynd Árdís H. Jónsdóttir
Nemendur að lokinni verðlaunaafhendingu. Mynd Árdís H. Jónsdóttir

Skeifudagurinn var haldinn hátíðlegur sumardaginn fyrsta, 25 maí s.l. Dagurinn tókst vel til og veðrið setti punktinn yfir i-ið. Dagskráin hófst kl 13 með fánareið og setti Álfheiður Marinósdóttir kennslustjóri daginn. Borgfizk börn undir stjórn Þórdísar Fjeldsted sýndu atriði og á eftir fylgdi kynning á frumtamningartryppum nemenda. Sýningaratriði frá Töltgrúbbu Vesturlands undir stjórn Ragnheiðar Samúelsdóttur kom svo í salinn og sýndi munsturreið. Í lokin kepptu svo nemendur til úrslita í Gunnarsbikarnum. Eftir sýningu og keppni að miðfossum var haldið að Hvanneyri í kaffi og verðlaunaafhendingu.

Morg­un­blaðsskeif­an hef­ur verið veitt ár­lega frá ár­inu 1957, á Skeifu­degi Grana sem er upp­skeru­hátíð nem­enda í reiðmennsku­áföng­um skól­ans og sem lengi hef­ur verið hald­inn hátíðleg­ur sum­ar­dag­inn fyrsta. Skeif­una fær sá nem­andi sem nær hæstu meðal­ein­kunn úr verk­leg­um reiðmennsku­próf­um. Að þessu sinni hampaði Guðjón Örn Sigurðsson Skeifunni en hann fékk einnig ásetuverðlaun Félags Tamningamanna og Gunnarsbikarinn. Guðjón er frá Skollagróf í Hrunamannahreppi og stefndi að sigri frá því hann hóf nám við skólann. Guðjón hefur stundað hestamennsku frá barnæsku en til gamans má geta að systir hans, Þorbjörg Helga fékk einnig Skeifuna árið 2016. 

Framfaraverðlaun Reynis eru veitt til minningar um Reyni Aðalsteinsson og fékk Bjarki Már Haraldsson þau. Eiðfaxaverðlaun fyrir bestan áranangur í bóklegum áföngum fengu Þuríður Inga G. Gísladóttir og Elía Bergrós Sigurðardóttir.

Úrslit í fjórgangskeppni um Gunnarsbikar, gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri.
1. Guðjón Örn Sigurðsson
2. Þuríður Inga G. Gísladóttir
3. Eydís Anna Kristófersdóttir

Úrslit í keppni um Morgunblaðsskeifuna 
1. Guðjón Örn Sigurðsson
2. Eydís Anna Kristófersdóttir
3. Þuríður Inga G. Gísladóttir

Myndir frá viðburðinum má finna hér. Ljósmyndari: Árdís H. Jónsdóttir

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image