Í gær tóku starfsmenn Ríkissjónvarpsins upp jólamessu í Hvanneyrarkirkju, en messan verður sýnd í Ríkissjónvarpinu á aðfangadagskvöld. Staðsetningin er ekki tilviljun. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hóf prestskap sinn á Hvanneyri og þjónaði þar frá 1986 til 1994. "Ræturnar eru að nokkru leyti á Hvanneyri. Þarna átti ég góð ár, bæði sem prestur og sem móðir barna sem þarna gengu í skóla og áttu sína leikfélaga," sagði sr. Agnes.
Fleiri myndir eru á Facebook-síðu skólans. https://www.facebook.com/lbhi.is