Sjálfsafgreiðsla vottorða og námsferla við Landbúnaðarháskóla Íslands LBHÍ

Nú geta nemendur sótt sjálfir um vottorð og námsferla gegnum vefinn island.is

Sjálfsafgreiðsla vottorða og námsferla

Nemendur LbhÍ sem brautskráðust frá og með árinu 2015 geta sótt brautskráningarferlana sína á Ísland.is undir flokknum menntun, án endurgjalds.

Nemendur sem brautskráðust árið 2014 og fyrr geta haft samband við kennsluskrifstofu, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og óskað eftir afriti. Búið er að opna á sjálfsafgreiðslu vottorða og geta nemendur sótt sér eftirfarandi vottorð í Uglu án endurgjalds:

  • Vottorð sem staðfestir stöðu námsferils (brautskráður eða yfirstandandi ferill)
  • Vottorð sem staðfestir greiðslu skrásetningargjalds (síðasta greiðsla)
  • Vottorð sem staðfestir stöðu skólaárs (aðeins yfirstandandi skólaár)
  • Námsferilsyfirlit

Önnur vottorð eða staðfestingar eru afgreiddar hjá kennsluskrifstofu, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í móttöku skólans, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og kosta 500 kr.

Öll skjöl eru afhent með stafrænni undirritun. Athugið að útprentað stafrænt skjal er ógilt!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image