Sjálfbærni og skipulag/ Norrænir skipulagsfræðingar þinga í Hörpu í ágúst

Sjötta ráðstefna PLANNORD verður haldin í Hörpu dagana 18. – 21. ágúst. Yfirskrift ráðstefnunar  er „Sjálfbærni og skipulag“ og tilgangurinn er að ræða áhrif sjálfbærrar þróunar á skipulagsfræði og vinnu við skipulagsmál á Norðurlöndum. Meistaranámsbraut í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands var falið að halda ráðstefnuna og gerir það í samvinnu við Skipulagsfræðingafélag Íslands.  PLANNORD er samstarfsvettvangur þeirra sem stunda rannsóknir í skipulagsmálum og starfa á þeim vettvangi á Norðurlöndunum. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson er sérlegur verndari ráðstefnunnar.

Þekktir fyrirlesarar
Aðalfyrirlesarnir eru heimsþekktir fyrir fræðastörf á sviði skipulagsmála. Þeir eru Hugh Barton, prófessor við University of the West of England, og Tore Sager prófessor við Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet.

Hugh Barton hefur rannsakað tengsl milli skipulags, heilsu og sjálfbærni og hans þekktustu bækur eru Shaping Neighbourhoods: For Local Health and Global Sustainability, Sustainable Communities: The Potential for Eco-Neighbourhoods og Healthy Urban Planning.

Tore Sager fæst við rannsóknir á skipulagskenningum, hagfræði og ákvörðunarferli í samgönguskipulagi. Eftir hann eru meða annars bækurnar Reviving Critical Planning Theory: Dealing with Pressure, Neo-liberalism, and Responsibility, Communicative Planning Theory: Rationality Versus Power og Democratic Planning and Social Choice Dilemmas: Prelude to Institutional Planning Theory.

Margar málstofur og spennandi viðfangsefni
Á ráðstefnunni verða tvær stórar málstofur í Kaldalóni. Fyrir hádegi 19. ágúst verður málstofa um skipulagsmál á Norðurlöndum þar sem fyrirlesarar verða þekktir fræðimenn frá öllum Norðurlöndunum. Eftir hádegi 20. ágúst verður málstofa með áherslu á nýjungar í skipulagsmálum í Reykjavík.

Að auki verða haldnar 10 málstofur í minni sölum Hörpu þar sem þátttakendur geta valið úr yfir 40 erindum til að hlusta á og tekið virkan þátt í umræðum.

 

Upphaf samstarfsins
PLANNORD samstarfið hófst fyrir nokkrum árum þegar hópur fræðimanna á Norðurlöndum kom saman til að ræða þær breytingar sem voru að eiga sér stað á skipulagskerfi landanna. Þessi umræða leiddi til þess að haldin var ráðstefna í Noregi árið 2003 undir yfirskriftinni „Nýir möguleikar og hlutverk“. Síðan þá hefur verið haldin samnorræn ráðstefna á tveggja ára fresti, síðast árið 2011 í Álaborg í Danmörku. Það ár markaði einnig upphaf þátttöku Íslands í samstarfinu og var Ísland tilnefnt til þess að halda ráðstefnu árið 2013. Undirbúningsnefnd PLANNORD ráðstefnunnar á Íslandi 2013 hefur opnað heimasíðu þar sem nálgast má frekari upplýsingar um ráðstefnuna. http://www.yourhost.is/nord-plan-2013/home.html

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image