Sigríður hlýtur prófessorshæfi við LBHÍ

Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur, að fengnu áliti dómnefndar, verið metin hæf til að gegna stöðu gestaprófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Sigríður lauk doktorsprófi frá Uppsalaháskóla árið 2002 en rannsóknir hennar snerust um meingerð og þróun spatts í íslenskum hestum.  Hún er höfundur og meðhöfundur fjölda greina um þetta efni sem og um aðrar rannsóknir á sjúkdómum í íslenskum hestum, þar með talið sumarexem, smitandi hósta í hrossum og svo framvegis.

Mikilvægur hluti í starfi Landbúnaðarháskóla Íslands felst í aðkomu gestakennara og annarra samstarfsmanna. Það er mikill fengur starfi Sigríðar við skólann og henni er óskað til hamingju með prófessorshæfið.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image