Laust er til umsóknar starf sérfræðings í tölvuþjónustu á rekstrarsviði Landbúnaðarháskóla Íslands. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf fyrir öflugan einstakling.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Stefnumótun tæknimála
-
Samningsgerð við birgja og innkaup á tæknibúnaði
-
Umsjón með leyfismálum og tæknibúnaði
-
Uppsetning og rekstur netþjóna (Linux og Windows, staðar- og víðnet)
-
Ábyrgð á afritunartöku, rekstri eldveggs og þráðlaus nets
-
Umsjón með kennslukerfum
-
Viðhald og rekstur á fjarfundabúnaði, hljóðkerfum og upptökubúnaði
-
Tæknileg ráðgjöf og útfærsla tæknilegra lausna
-
Viðhald á skjölun vegna net- og tölvukerfa og aðkoma að gerð gæðaskjala
-
Umsjón með tæknilegum þáttum s.s. hurða -og prentkerfi
-
Almenn þjónusta við starfsfólk og nemendur
-
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
-
Háskólapróf í tölvunarfræði, próf í kerfisfræði eða annað nám eða prófgráður sem nýtast í starfi
-
Haldgóð reynsla af stjórnun tölvu- og netkerfa
-
Sérþekking á kerfisrekstri og upplýsingatækni
-
Reynsla af rekstri skýjaumhverfis
-
Góð þekking á Windows Server rekstri
-
Góð þekking á rekstri sýndarumhverfa VMware
-
Góð þekking á rekstri staðarnets með Cisco og UniFi búnaði
-
Rík vitund um upplýsingaöryggi
-
Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
-
Færni í mannlegum samskiptum
-
Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.06.2024
Nánari upplýsingar veitir
Kristín Theodóra Ragnarsdóttir,
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 433 5000