Viltu taka þátt í að kynbæta korn fyrir íslenskar aðstæður?
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í korntilraunum/plöntukynbótum hjá deild Ræktunar og fæðu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Um er að ræða nýtt kynbótaverkefni sem fjármagnað er af matvælaráðuneytinu. Við leitum að sérfræðingi sem mun bera ábyrgð á því að þróa, viðhalda og bæta kerfi fyrir erfðafræðilegt mat í verkefninu. Sérfræðingurinn mun vinna náið með samstarfsaðilum erlendis sem og rannsóknarteymi verkefnisins. Verkefnið er hýst af LbhÍ og býður starfið upp á samstarf í rannsóknarverkefnum tengdum kynbótaverkefninu.
English version
Plöntukynbótaverkefnið Vala
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að fjármagna kynbætur á byggi og hveiti fyrir íslenskar aðstæður. Verkefnið kemur í kjölfar aðgerðaráætlunar um aukna kornrækt á Íslandi. Markmiðið er að auka sjálfsnægt Íslands í korni og bæta þannig fæðuöryggi. Kynbótaverkefnið Vala er tveggja þrepa kynbótaverkefni þar sem svipgerðargreiningar frá innlendum korntilraunum eru notaðar til þess að spá fyrir kynbótaeinkunnum einstaklinga með erfðagreiningum. Gögnum er safnað af erlendum samstarfsaðilum og kynbótaeinkunn er reiknuð af kynbótafræðingi verkefnisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Viðhald og endurbætur á núverandi erfðamengjamati
-
Stjórnun, áætlanagerð og framkvæmd reglubundinna útreikninga
-
Vinna að stöðugum endurbótum og hagræðingu á líkönum sem og söfnun og greiningu gagna til að auka nákvæmni kynbótaspáa
-
Þróun og innleiðing aðferða á sviði erfðafræði og erfðamengja til að þróa bætt afbrigði korns
-
Umsjón með upplýsingagjöf til teymisins og samstarfsaðila
-
Uppbygging á nýrri kynbótaáætlun fyrir íslenskt vetrarhveiti
-
Þátttaka í öðrum verkefnum og skyldum samkvæmt verkefnastjórn
Hæfniskröfur
-
PhD í plöntukynbótum, erfðafræði eða skyldum greinum. Reynsla af erfðamati æskileg
-
Framúrskarandi tölfræði- og reiknifærni, skilningur á tölfræðilegum líkönum sem beitt er við mat á kynbótaeinkunn
-
Góð forritunarfærni í t.d. R, Python, Fortran eða bash
-
Skipulagsfærni og hæfni til að vinna undir álagi
-
Framúrskarandi vald á ensku í ræðu og riti
-
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna sjálfstætt
-
Jákvætt viðhorf til áskorana og frumkvæði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um Landbúnaðarháskóla Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ veitir gráður á BSc, MSc og doktorsstigi ásamt því að bjóða uppá starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi.
Um deildina
Staðan er innan deildar Ræktunar og fæðu sem hefur það að aðalmarkmiði að deila og varðveita þekkingu og dýpka á sviði jarðræktar og búfjárfræða. Enn fremur er leitast við að efla nýsköpun í gegnum rannsóknir og kennslu. Viðfangsefni deildarinnar eru þverfagleg og blandast þar saman líffræðilegir, tæknilegir, efnahagslegir og samfélagslegir þættir sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og áhrifum hennar á umhverfið og samfélagið í heild.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2024
Nánari upplýsingar veitir
Hrannar Smári Hilmarsson,
Sími: 4335000
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 4335000