Sérfræðingur á sviði kennslu- og/eða landupplýsingafræða og fjarkönnun

Sérfræðingur á sviði kennslu- og/eða landupplýsingafræða og fjarkönnun

Laust er til umsóknar starf sérfræðings við deild Náttúru- og Skóga hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Um er að ræða samstarfsverkefni LbhÍ, Háskóla Íslands, Landmælinga Íslands og Háskólaseturs Vestfjarða um eflingu framhaldnáms á sviði fjarkönnunar og landupplýsingafræða á háskólastigi. Starfið er til eins árs, möguleg framlenging í boði. Um er að ræða sveigjanlegt starfshlutfall.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Söfnun og greining upplýsinga um framboð náms á sviði fjarkönnunar og landupplýsingafræða, bæði á Íslandi og erlendis

  • Söfnun og greining eftirspurnar frá vinnumarkaðnum um þekkingu og færni á sviði fjarkönnunar og landupplýsingafræða, bæði á Íslandi og erlendis

  • Undirbúningur og framkvæmd eigindlegra rannsókna, til dæmis viðtala og rýnihópa

  • Miðlun upplýsinga og niðurstaðna í rituðu og töluðu máli

  • Þátttaka í námsþróunarstarfi

 

Hæfniskröfur

  • Meistaragráða í fjarkönnun/landupplýsingafræði eða tengdum greinum

  • Reynsla af kennslu á háskólastigi æskileg

  • Diplóma í kennslufræði æskileg

  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti

  • Skipulagshæfni og nákvæmni í starfi

  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2024

 

Nánari upplýsingar veitir

Emmanuel Pierre Pagneux, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433-5000

Guðmunda Smáradóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433-5000

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image