Sauðfjársæðingarnámskeið á þremur stöðum á landinu

Sauðfjársæðingarnámskeið Endurmenntunar LbhÍ verða nú haldin á þremur stöðum á landinu í samstarfi við búnaðarfélög á viðkomandi svæði. Fyrsta námskeiði er haldið hjá LbhÍ á Hvanneyri miðvikudaginn 1. desember, næsta á Stóra Ármóti á Suðurlandi fimmtudaginn 2. desember og síðasta námskeiðið er þriðjudaginn 7. desember á Búgarði í Eyjafirði. Kennari á námskeiðinu er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir. Námskeiðið er fyrir sauðfjárbændur og alla sem hafa áhuga á sauðfjársæðingum og vilja læra réttu handbrögðin. Námskeiði er bæði verklegt og bóklegt og er meðal annars kennd meðferð sæðis og verklag við sæðingar í fjárhúsi. Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ: www.endurmenntun.lbhi.is/saudfjarsaedingar

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image