Bændafundnir voru haldnir í Þingborg og á Akureyri þar sem starfshópur LbhÍ kynnti drög að aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar. Samtals mættu um 100 bændur mættu á fundina og var mál manna að langt væri síðan viðlíka mæting hefði sést á bændafundum. Áhugi bænda á verkefninu var mikill og kraftmiklar umræður sköpuðust um tillögurnar sem skilað verður 1. mars nk til Matvælaráðherra. Augljóst þykir að áhugi bænda til að auka kornrækt sé svo sannarlega til staðar verði gripið til viðeigandi aðgerða.