Samtal og samstarfi þeirra er stunda rannsóknir, kennslu og ráðgjöf á sviði landbúnaðar

Guðni Þorvaldsson prófessor emiritus segir hér frá niðurstöðum úr langtímatilraunum á Geitasandi

Samtal og samstarf þeirra er stunda rannsóknir, kennslu og ráðgjöf á sviði landbúnaðar

Dagana 12. og 13. ágúst var haldinn árlegur Ráðunautafundur á Hvanneyri þar sem ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og kennarar og vísindamenn Landbúnaðarháskólans (LbhÍ) bera saman bækur sínar.

Meðal erinda að þessu sinni sagði Guðni Þorvaldsson prófessor emiritus frá niðurstöðum úr langtímatilraunum á Geitasandi þar sem áhrif áburðarskammta, bæði í formi mykju og tilbúins áburðar, koma fram í gróðurfari mörgum áratugum eftir áburðargjöf. Egill Gautason sagði frá stöðu erfðarannsókna á kálfadauða og mögulegum banagenum í erfðamengi íslenskra mjólkurkúa. Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor sagði frá umfangsmiklum rannsóknum á áhrifum beitar á virkni graslendisvistkerfa og Helgi Jóhannesson ráðunautur sagði frá stöðu stofnræktunar á útsæðiskartöflum sem er mikilvægt verkefni til að forðast sjúkdóma í íslenskri kartöfluræktun. 

Jafnframt því að heyra af niðurstöðum verkefna ræddu fundarmenn áskoranir sem íslenskur landbúnaður stendur fyrir og möguleika LbhÍ og RML til að koma með lausnir á þeim. Úr því samtali gætu sprottið verkefni sem hjálpa okkur að vinna að lausnum fyrir íslenskan landbúnað sem er best gert með samstarfi þeirra sem stunda rannsóknir, kennslu og ráðgjöf á sviði landbúnaðar.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image