Í vikunni undirrituðu Ingibjörg Davíðsdóttir stofnandi Íslenska fæðuklasans ehf og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands samning um að stuðla að og styrkja furmkvöðlastarf, nýsköpun og sprotastarfsemi á sviði landbúnaðar og fæðutengdrar starfsemi á landsvísu, í því skyni að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun.
Landbúnaðarháskóli Íslands verður bakhjarl Íslenska fæðuklasans og styður við markmið klasans m.a. í gegnum samstarfsverkefni innanlands og utan.