Samstarfssamningur Landbúnaðarháskóla Íslands og Akraneskaupstaðar

Síðastliðinn föstudag undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri samstarfssamning. Samkomulagið felur í sér  samstarf  um afmörkuð verkefni sem Umhverfisskipulagsbraut LBHÍ vinnur að í tengslum við Akranes. Hlutverk Akraneskaupstaðar er að vera innan handar í upplýsingagjöf ásamt því að kynna fyrir starfsfólki og nemendum umhverfi og skipulag á Akranesi. Nemendur deildarinnar munu síðan kynna niðurstöður hvers verkefnis í samstarfi við kaupstaðinn. Á síðastliðnum árum hafa átta nemendur við fyrrgreinda deild unnið BS verkefni sín með Akranes sem viðfangsefni og hafa ellefu Akurnesingar lokið námi við umhverfisskipulagsbraut LBHÍ.
 

Við undirritunina sagði Regína að um árabil hefði verið ófomlegt samband á milli skólans og bæjarfélagins en nú væri ætlunin að formgera samvinnuna og skrifa undir samstarfssamning. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur að fá nemendur frá ykkur sem hafa áhuga á Akranesi og umhverfinu hér. Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá okkur,“ sagði bæjarstjóri og minnti á Sementsverksmiðjureitinn og Breiðina í þessu sambandi.

Helena Guttormsdóttir, brautarstjóri Umhverfisskipulags, sagði að brautin reyndi að nýta svæði sem væru í nágrenni skólans.  „Við viljum auka á tengsl fræða og framkvæmda,“ sagði Helena.

Á myndinni eru f.v. Ragnar Frank lektor, Auður Sveinsdóttir dósent, Helena Guttormsdóttir brautarstjóri,  Sigurður Páll Harðarson  sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs,  Irís Reynisdóttir garðyrkjustjóri, Runólfur Sigurðsson bygginga- og skipulagsfulltrúi, Guðjón Steindórsson atvinnumálafulltrúi og Steinar Adólfsson framkvæmdastjóri  stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Sitjandi: Ágúst Sigurðsson rektor og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image