Í vikunni voru undirritaðir samstarfssamningar um sameiginlega námsbraut til stúdentsprófs og búfræðiprófs við Fjölbrautarskóla Snæfellinga og Verkmenntaskólann á Akureyri. Skólinn hefur átt svipað samstarf um sameiginlega braut við Menntaskóla Borgarfjarðar og var samningur þess efnis endurnýjaður síðasta sumar. Þá var samningurinn útvíkkaður til garðyrkjunámsins einnig. Síðar um sumarið var einnig undirritaður samstarfssamningur við Fjölbrautaskóla suðurlands það er því afar ánægjulegt að vera búin að víkka þetta samstarf út enn frekar.
Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, fagnar þessu samstarfi við Landbúnaðarháskólann, sem hún segir að hafi komið til í framhaldi af formlegu erindi Félags eyfirskra kúabænda til skólans um möguleika á því að VMA setti upp undirbúningsnám fyrir þá nemendur sem stefni á búfræðinám við Landbúnaðarháskólann. Sigríður Huld segir ekki hafa verið vandkvæðum bundið fyrir skólann að bregðast við þessari ósk enda hafi hann lengi boðið upp á viðbótarnám til stúdentsprófs fyrir nemendur á starfsnámsbrautum skólans. Nánar um samstarfið á vef VMA.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari Fjölbrautarskóla Snæfellinga er mjög ánægð og spennt fyrir samstarfinu og segir að val á nemendum á brautina byggi á því að þeir hafi reynslu af störfum í landbúnaði og uppfylli önnur þau inntökuskilyrði sem kveðið er á um fyrir búfræðinám í LbhÍ á Hvanneyri. Þá er námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga.
Í frétt á vef VMA segir Álfheiður Marinósdóttir kennslustjóri LbhÍ að bróðurpartur búfræðinema sé í staðnámi á Hvanneyri en einnig séu nokkrir fjarnemar. Hún segir stefnt að því að fjölga nemendum og hafa tvær bekkjardeildir í búfræði í stað einnar. Hins vegar sé nokkuð flókið að auka umfang verklega námsins á staðnum, sem hafi töluvert mikið vægi í búfræðináminu. Að því sé þó unnið og vonandi verði unnt að hafa tvær bekkjardeildir í búfræðinni innan mögulega tveggja ára.
Álfheiður segir að aðsókn í búfræði í LbhÍ hafi verið mikil undanfarin ár, enda sé námið gott og nýtist vel bæði þeim sem hyggist starfa í landbúnaði og öðrum. „Staðreynd málsins er sú að það þarf að verða meiri nýliðun í landbúnaði og það hefur lengi verið talað um að auka menntun fólks sem fer í búskap. Þá má nefna að búfræðipróf gefur aukastig við úthlutun svokallaðra nýliðunarstyrkja í landbúnaði,“ segir Álfheiður.
VIð erum afar ánægð með þetta nýja samstarf og hlökkum til að taka við enn fleiri nemendum í nám hjá okkur á næstu misserum. Umsóknarfrestur í nám hjá okkur er 5. júní 2021 og má finna allar nánari upplýsingar hér undir nám eða hér. Kennsluskrifstofa svarar svo öllum nánari upplýsingum og er hægt að