Kennsla og starfsemi hefur verið færð á stafrænt form

Samstaða og samkennd við krefjandi aðstæður

Ragnheiður I Þórarinsdóttir rektor þakkaði starfsmönnum og nemendum í tölvupósti í gær fyrir að láta hlutina ganga svona vel upp í breyttu fyrirkomulagi.

„Það er nauðsynlegt að við styðjum við hvert annað og finnum góðar lausnir til að mæta tímabundnu breyttu skipulagi.“

Öll kennsla hefur nú verið færð á stafrænt form og allri verklegri kennslu frestað á meðan á samkomubanni og lokunum framhalds- og háskóla stendur. Skólabyggingarnar eru lokaðar nemendum og er starfsfólk hvatt til að vinna að heiman eins og kostur er og nýti sér fjarfundabúnað. Einnig er starfsfólk beðið að takmarka ferðir milli starfsstöðva nema brýna nauðsyn beri til.  Í þeim tilvikum þarf að tilkynna ferðir til rektors eða mannauðsstjóra.

Búfjárbyggingar og gróðurhús skólans eru einnig lokuð og óviðkomandi bannaður aðgangur. Það á við um fjósið á Hvanneyri, fjárhúsið á Hesti, hestamiðstöðina á Mið-Fossum sem og gróðurhús á Reykjum og Hvanneyri. Einnig er líkamsræktaraðstaða á Hvanneyri lokuð.

Starfsemi skólans er í gangi að öðru leyti og við hvetjum fólk til að vera í sambandi í síma eða í gegnum vefpóst. Nemendur, kennarar og annað starfsfólk nýtir sér fjarlausnir til kennslu og samskipta og eru allir boðnir og búnir til að láta hlutina ganga upp á sem bestan hátt. Allir eru hvattir til að fylgjast vel með vefpósti sínum og Uglu. Á Uglu er einnig að finna leiðbeiningar um notkun á Teams. En við hvetjum nemendur og starfsfólk til að nýta sér það umhverfi til samskipta og samvinnu.

Landbúnaðarháskólinn hefur það að markmiði að tryggja að ekki verði töf á framvindu náms og stefnt er á brautskráningu á réttum tíma. Þrátt fyrir að skólinn sé lokaður og kennsla öll á rafrænu formi þá er starfsfólk að störfum og tilbúið til samtals við þá nemendur sem kunna að vera í erfiðri stöðu.  Bent er á kennsluskrifstofu og námsráðgjöf skólans sem og netföng kennara og annars starfsfólks með hvers kyns erindi.

Almennt símanúmer: 433 5000 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Aðstoð við tölvumál: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kennsluskrifstofa: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námsráðgjöf: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við bendum einnig á upplýsingasíðu almannavarna www.covid.is og hvetjum alla til að fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um smitvarnir.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image