Meistaravörn í náttúru- & umhverfisfræði - Brynjólfur Brynjólfsson

Meistaravörn í búvísindum - Brynjólfur Brynjólfsson

Samspil sauðfjárbeitar, umhverfisþátta, tegundasamsetningar og fjölbreytni mólendisplantna - Meistaravörn Brynjófs Brynjólfssonar

Brynjólfur Brynjólfsson ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði Samspil sauðfjárbeitar, umhverfisþátta, tegundasamsetningar og fjölbreytni mólendisplantna við deild Náttúru & skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinendur Brynjólfs voru Dr. Björn Þorsteinsson, plöntulífeðlisfræðingur, prófessor, LBHÍ, Dr. Starri Heiðmarsson grasafræðingur, Náttúrustofa Norðurlands vestra og gestalektor LBHÍ, Dr. Pawel Wasowicz, grasafræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands. Prófdómari er Dr. Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands.

Meistaravörnin fer fram 10. október 2022 kl 13:00 á Hvanneyri. Vörninni verður einnig streymt á Teams og er hlekkur hér. Mikilvægt er að vera kominn inn tímanlega og hafa slökk á hljóðnema.

Ágrip

Vegna hlýnandi veðurfars, umsvifa mannsins og breyttrar landnotkunar eiga sér stað umtalsverðar breytingar í náttúrunni víða um heim. Útbreiðslumörk tegunda færast á hærri breiddargráður og hærra yfir sjávarmál. Nauðsynlegt er að umhverfið sé vaktað og reynt að greina umfang breytinga, orsakir og afleiðingar.

Í þessari rannsókn var tegundasamsetning og tegundafjölbreytni mólendisplantna rannsökuð með tilliti til sauðfjarbeitar. Borin voru saman beitt og óbeitt svæði í úthaga milli 220 og 320 m hæðarlína í Eyjafirði. Óbeitta svæðið hefur verið friðað fyrir sauðfjárbeit í 43 ár og beitta svæðið hefur verið léttbeitt síðustu 2-3 áratugi. Þrjátíu línusnið, 5 m löng og tilviljunarkennt valin, voru rannsökuð á hvoru svæði og þversnið af þekju tegunda mæld. Jafnframt var hæð yfir sjávarmáli mæld. Einnig voru jarðvegssýni tekin á hverju sniði og efnaeiginleikar efstu 15 sm jarðvegs undir grasrót rannsakaðir.

Ekki greindist marktækur munur á heildarþekju, tegungdaauðgi, tegundajafnræði og tegundafjölbreytni mólendisplantna á milli friðaðs og beitts svæðis. Tegundasamsetning svæðanna bar vott um áhrif sauðfjárbeitar. Þekja 7 tegunda var marktækt frábrugðin milli svæðanna og má rekja hluta ástæðunnar til fæðuvals sauðfjár. Þekja smárunna var marktækt meiri á friðuðu en beittu svæði. Þekja plöntutegunda var marktækt breytilegri á beittu svæði.

Ekki var munur á sýrustigi, C og N hlutföllum í jarðvegi milli svæðanna. Samkvæmt línulegu aðhvarfi var C/N hlutfall 13,8 á beittu svæði og 16,1 á friðuðu svæði. Marktæk jákvæð fylgni var milli tegundajafnræðis og C- og N- hlutfalla í jarðvegi á samanlögðum svæðum. Marktæk neikvæð fylgni var milli tegundafjölbreytni og C/N hlutfalls á hvoru svæði fyrir sig.

Mikilvægt er að endurtaka rannsóknir sem þessa yfir áratugi til að fá skýrari mynd af framvindu breytinga og orsakasamhengi.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image