Dýrabeinasafnið frá Litlabæ er sérlega áhugavert og fjöldi dýrategunda nokkuð hár miðað við smæð safnsins. Samsetning þess bendir til þess að íbúar á Litlabæ hafi nýtt villt dýr sem þau höfðu aðgang að, sjófugla, seli, hval og fisk enda bærinn staðsetur stutt frá fjörunni á Seltjarnarnesi.
Birt hefur verið rit LbhÍ nr 107 eftir ALbínu Huldu Pálsdóttur og Indriða SKarpéðinsson um dýrabeinasafn sem fannst í fornleifarannsókn á Litlabæ á Nesi þar var grafin upp þurrabúð sem byggð var í kringum 1900 en breyttist síðar í sumarhús sem hætt var að nota um 1930. Heildarfjöldi dýrabeina úr rannsókninni á Litlabæ var 1135, þar af 907 sem greinanleg voru til tegunda.
Af húsdýrum voru bein kinda/geita algengust; ekkert bein sem hægt var að greina með vissu sem geit fannst þó í rannsókninni. Nokkur nautgripabein fundust við rannsóknina en flest þeirra komu úr neðri hluta útlima af mjög ungum kálfum. Í dýrabeinasafninu frá Litlabæ voru tvö rottubein og nokkur fjöldi beina sem greinilega hafði verið nagaður af nagdýrum. Einn jaxl úr manni fannst í uppgreftinum en í honum var stór skemmd, líklega hefur tönnin verið dregin úr og hent í ruslið. Af fuglabeinunum sem fundust má sjá að íbúarnir veiddu sjófugla, t.d. máva, skarf og líklega voru einnig haldin hænsni á Litlabæ. Fiskibeinin komu flest úr þorski en einnig nokkur úr ýsu og flatfiskum, stærð þeirra og samsetning bendir til fiskveiða til sjálfsþurftar frekar en fiskvinnslu til sölu.
Ritið í heild sinni (enska)
---
The report Animal bones from Litlibær, Nes Iceland, by Albína Hulda Pálsdóttir and Indriði Skarpéðinsson is now published in the AUI series no 107.
At Litlibær in Nes Iceland a small fisherman’s cottage, built around 1900 turned summerhouse and abandoned in the 1930s, was excavated. The total number of bones recorded in the Litlibær archaeofauna was 1135 (TNF) and the number of identified specimens (NISP) was 907. The range of species found at Litlibær was quite wide for a collection of such a modest size indicating that the inhabitants of Litlibær made good use of the wild animal resources available to them around the coast.
The domestic mammal group is dominated by bones from sheep/goat. A small number of cattle bones was found at the site but interestingly most of them come from the lower limbs of very young calves. The collection included two rat bones which are rare finds in Iceland. The collection included a single human molar with cavity. The bird bones from Litlibær reflect the coastal location of the site and show that the inhabitants routinely hunted sea birds for food. They also likely kept chickens. The fish bone from Litlibær mostly consists of gadid bones with haddock (Melanogramus aeglfinus) and cod (Gadus morhua) being most common. A few flatfish bones were also found at the site, size and elements found indicate subsistence fishing.
Pdf of the report (english)