Nýju sameiginlegu doktorsnámi UNIgreen háskólanetsins hefur verið hleypt af stokkunum. Þetta nýja nám á sviði matvælavísinda, líftækni og lífvísinda markar mikil tímamót og er þriggja ára nám og veitir doktorsnemum möguleika á þjálfun innan sérsviða námsins með sérstaka áherslu á sjálfbærni og grænni umbreytingu. Hægt er að sækja um í fyrsta áfanga námsins frá 27. júní til 26. júlí. Nánari upplýsingar má finna hér.
„Þetta markar mikil tímamót" segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskólans um þetta nýja sameiginlega doktorsnám. „Okkar megin markmið er að undirbúa sérfræðinga til að takast á við flókin verkefni framtíðarinnar á sviði matvælaframleiðslu og landbúnaðar með áherslu á sjálfbærni.“ Í boði verða 11 styrkir til doktorsnáms innan samstarfsnetsins og verður kennt á ensku. Krafa er um að nemendurnir verji að minnsta kosti 3 til 18 mánuðum erlendis við nám sitt.
Rafrænn kynningarfundur
Þann 9. júlí kl 13 (CEST) verður boðið uppá rafrænan kynningarfund og er hægt að finna nánari upplýsingar hér.