Samaneh Nickayin er nýr lektor í landslagsarkitektúr við LbhÍ

Samaneh Nickayin nýr lektor í landslagsarkitektúr

Samaneh Nickayin er fædd í Tehran (1984) en flutti á unga aldri til Ítalíu þaðan sem hún lauk námi í landslagsarkitektúr. Samaneh lauk einnig bakkalár gráðu í tölvunarfræði (Tehran, 2002-2006). English below.

Árið 2013 varði hún með láði frá Sapienza háskólanum í Róm meistararitgerð sína í Landslagsarkitektúr “Landscape for river reclamation: Meuse river- its floodplain system, identity, and transformation” [Landslag fyrir áruppgræðslu: Meuse á – flóðakerfi þess, staðarímynd og umbreyting]. Samaneh tók hluta af meistaraverkefninu sínu við Háskólann í Liege í Belgíu (2012-2013). Eftir brautskráningu vann hún fyrir ýmsar landslags- og arkitektastofur. Hún tók þátt í fjölbreyttum verkefnum m.a. endurnýjun borgarsvæða til grænna lausna og áveitukerfa. Hún hefur unnið um allan heim, í Nýja Sjálandi, Tyrklandi, Belgíu, Ítalíu og Íran.

Samaneh hóf doktorsnám 2014 og lauk Ph.D. gráðu í Landslagsarkitektúr og umhverfisfræðum frá “Sapienza” í mars árið 2018. Doktorsverkefni hennar hlaut ECLAS verðlaunin árið 2018 í flokki framúrskarandi nemendaverkefna. Þá stundaði hún rannsóknir við PennDesign - háskólann í Pensylvaníu (2017-2018) sem hluta af doktorsverkefni sínu.

Frá árinu 2014 til maí mánaðar 2020 hefur hún gegnt stöðu aðstoðarkennara prófessor Franso Zagari og prófessor Fabio Di Carlo í Sapienza háskólanum í Róm. Hún hefur áhuga á að stunda rannsóknir á skipulagslausnum á stórum skala með áherslu á heildrænar lausnir. Hún hefur birt greinar í tímarit og bækur, aðallega á ítalskri tungu.

Ég hef brennandi áhuga á kennslu í landslagsartkitektúr og er mjög ánægð með að vera komin til LbhÍ þar sem vel hefur verið tekið á móti mér. Kennsla höfðar einstaklega vel til mín sérstaklega vegna mannlegu tengingarinnar og að næra þekkingarsamfélagið. Sem ungur landslagsarkitekt og fræðimaður, þar sem ég hef tileinkað mér umhverfisfræði og heildrænar lausnir  er það mér mikill heiður að fá að leggja mína reynslu á vogarskálarnar og taka þátt í akademíska fræðaheiminum í gegnum lektorsstöðu hér á Íslandi.“ 

Við bjóðum Samaneh innilega velkomna til starfa.

--

Born in Tehran (1984), Samaneh moved to Italy at a young age to hold her studies in Landscape Architecture. Before she got into Landscape studies, she completed the Bachelor of Computer Hardware Engineering (Tehran, 2002-2006).

In 2013, she graduated with honours from “Sapienza” with a master thesis entitled as “Landscape for river reclamation: Meuse river- its floodplain system, identity, and transformation”. She conducted part of her master thesis in Université de Liège (2012-2013) in Belgium. After graduation, she worked for several Landscape and Architectural Firm. She was engaged on issues ranging from Urban renewal to Green Infrastructure and Water System management, working in New Zealand, Turkey, Belgium, Italy and Iran.

She started her Ph.D. in 2014 and completed her Ph.D. in Landscape and Environment from “Sapienza” in March 2018. Her Ph.D. thesis has been elected as the winner of the ECLAS Annual Awards 2018 – Outstanding Student Award, 3rd cycle. As part of her Ph.D., she conducted field research at PennDesign- Pennsylvania University (2017-2018).

Since 2014 till May 2020, she has been the former teaching assistant of Prof. Franco Zagari and Prof. Fabio Di Carlo, at Sapienza University of Rome. Samaneh’s research interests focus on solving Large-Scale Planning problems with particular attention to holistic approaches. She has published different essays in journals and books (Mainly in the Italian Language).

“As a keen enthusiast of teaching in Landscape studies, I am very happy to join LbhÍ, where I have been welcomed warmly. Teaching has a special and personal appeal for me due to its vital mission for humanity, fostering a knowledge-based society. As a young landscape designer and researcher, who has spent her life on environmental studies and holistic solutions for the planet, I would be honored to leverage my experiences and contribute to the academic world at this position in Iceland.”

We welcome Samaneh to the team and look forward to the coming school year.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image