Í vikunni var haldinn kynningarfundur fyrir verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði sem Landbúnaðarsafn Íslands stendur fyrir.
Í þessu verkefni er sjónum beint að þeirri mikilvægu auðlind sem laxveiðarnar eru og hafa verið í héraðinu, hvernig þær hafa þróast frá sjálfsþurft til mikilvægrar atvinnugreinar og þau áhrif sem þessi grein hefur haft á landnýtingu í gegnum tíðina. Fundurinn var mjög vel sóttur og lýstu fundargestir mikilli ánægju með að þetta verkefni væri hafið.
Strax komu fjölmargar ábendingar um efni og viðmælendur sem búa yfir mikilli vitneskju um efnið. Þau sem eiga efni í fórum sínum um laxveiðar í héraðinu í fortíð eða nútíð eða vita hvar slíkt er að finna eru beðin um að koma ábendingum á framfæri við starfsmenn Landbúnaðarsafnsins, þær