Kynningarfundur um Sögu laxveiða í Borgarfirði

Saga laxveiða í Borgarfirði

Í vikunni var haldinn kynningarfundur fyrir verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði sem Landbúnaðarsafn Íslands stendur fyrir.

Í þessu verkefni er sjónum beint að þeirri mikilvægu auðlind sem laxveiðarnar eru og hafa verið í héraðinu, hvernig þær hafa þróast frá sjálfsþurft til mikilvægrar atvinnugreinar og þau áhrif sem þessi grein hefur haft á landnýtingu í gegnum tíðina. Fundurinn var mjög vel sóttur og lýstu fundargestir mikilli ánægju með að þetta verkefni væri hafið.

Strax komu fjölmargar ábendingar um efni og viðmælendur sem búa yfir mikilli vitneskju um efnið. Þau sem eiga efni í fórum sínum um laxveiðar í héraðinu í fortíð eða nútíð eða vita hvar slíkt er að finna eru beðin um að koma ábendingum á framfæri við starfsmenn Landbúnaðarsafnsins, þær This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image