Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir ver meistararitgerð við umhverfisdeild LbhÍ

Mánudaginn 3. febrúar kl. 15 ver Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir meistararitgerð sína við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Vörnin fer fram í húsakynnum skólans á Keldnaholti í Reykjavík. Verkefnið heitir Greining á umhverfi Hellisheiðarvirkjunar og skipulagstillaga að lokafrágangi svæðisins. Leiðbeinandi er Dr. Sigríður Kristjánsdóttirog meðleiðbeinandi Ása Aradóttir, prófessor. Prófdómari er Sverrir Örvar Sverrisson.

Háskóli Íslands

Í kynningu segir: Hellisheiði er einstakt svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem orkuöflun og heitavatnsframleiðsla fer fram. Svæðið er í dag þó nokkuð nýtt til útivistar af fjölmörgum og ólíkum hópum notenda. Markmið verkefnisins er að leggja fram skipulagstillögu að lokafrágangi á svæðinu í anda vistheimtar, svo úr verði aðlaðandi svæði með fjölþætt notagildi. Einnig verður fjallað um hvernig hægt sé að skapa aðstæður á svæðinu til fræðslu og menntunar án þess að ganga frekar á landið sjálft. Kynntar verða fyrri rannsóknir sem horft var til við gerð þessa verkefnis og má þar helst nefna greiningar sem voru mjög mikilvægar í undirbúningsvinnunni fyrir sjálfa skipulagstillöguna. Skoðuð eru sérkenni svæðisins, hvað það hefur upp á að bjóða, hvað þarf að bæta og hvaða framtíðarmöguleika það hefur. Að því loknu er skipulagstillaga að svæðinu lögð fram þar sem áhersla er lögð á vistheimt, fjölbreytta útivistarmöguleika og nýtingu svæðisins til útikennslu og fræðslu án þess að gengið sé á viðkvæman gróður og náttúru.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image