Rúningur og sauðfjársæðingar

Framundan eru nokkur námskeið í rúningi og sauðfjársæðingum á vegum Endurmenntunar LbhÍ. Haldin verða þrjú námskeið í rúningi, tvö fyrir byrjendur og eitt fyrir lengra komna. Jón Ottesen bóndi á Grímarsstöðum mun kenna rétta líkamsbeitingu og handbrögð við vélrúning og eru öll námskeiðin haldin hjá LbhÍ á Hesti í Borgarfirði. Sauðfjársæðingarnámskeið verða haldin annars vegar hjá LbhÍ á Hesti í Borgarfirði og hins vegar á Stóra Ármóti á Suðurlandi og er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir kennari á báðum námskeiðum. Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ.  

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image