Rit LbhÍ: Upphitun jarðvegs á íþróttavöllum

Vorið 2010 var sett af stað tilraun þar sem prófað var að hita upp jarðveg íþróttavallar í þeim tilgangi að flýta fyrir því að gróður lifnaði á vorin. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvort lengja mætti notkunartíma íþróttavalla með því að hita jarðveginn með hitaveituvatni síðla vetrar og fram á vor. Könnuð voru áhrif 4 mismunandi hitunarmeðferða, í samanburði við óupphitað, á 6 grastegundir. Reitir með hitalögnum voru búnir til á Korpúlfsstöðum og þeir hitaðir mislengi og mismikið. Til samanburðar var óupphitaður reitur.

Skýrsla um niðurstöður fyrstu fimm áranna var gefin út árið 2015 (Rit LbhÍ nr. 56). Í þessari nýju skýrslu (Rit LbhÍ nr. 99) er hins vegar gerð grein fyrir niðurstöðum síðasta ársins (2014-2015).

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image