Eftir að arfgerðir sem gera kindur þolnar fyrir riðuveiki voru staðfestir í íslensku fé hefur kynbótastarfi sauðfjár í landinu verið beint að vali fyrir þeim breytileikum. Til þess að velja eftir arfgerðunum þarf að greina hvaða genasamsætur kindurnar bera. Oft er þó hægt að ákvarða líklega arfgerð kinda út frá ætternisupplýsingum og með því minnka þörf á að greina allar kindur.
Vísindamenn við Landbúnaðarháskólann hafa í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins þróað aðferð til að spá kerfisbundið fyrir um líklega vernd gegn sem kindur geta haft byggt ættartölu og arfgerðum ættingja þeirra, svokallað riðukynbótamat. Aðferðinni er lýst í nýútkominni vísindagrein í alþjóðlega vísindaritinu Genetics Selelction Evolution https://rdcu.be/d36dl og í nýju Riti LbhÍ nr. 175.
Prófun á aðferðunum sýnir að þær virka betur fyrir genasamsætur sem eru ekki mjög sjaldgæfar og það fer eftir hversu stórt hlutfall hefur verið arfgerðargreint hve örugg spáin er. Helstu ákvarðanir í kynbótum gegn riðuveiki þarf að byggja á arfgerðargreiningum nú sem fyrr en riðukynbótamat fyrir óarfgerðargreindar kindur getur verið nytsamlegt hjálpartæki í því verkefni að útrýma riðuveiki í íslensku fé.