Réttindanám í meðferð varnarefna hefst 4. mars

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, Umhverfis- og orkustofnun og Vinnueftirlitið bjóða upp á 2 vikna nám í meðferð varnarefna þar sem hægt er að sérhæfa sig í meðferð plöntuverndarvara annars vegar og meðferð útrýmingarefna í meindýravörnum hins vegar. Einnig er í boði fullt nám og réttindanám fyrir ábyrgðarmenn í markaðssetningu útrýmingarefna og plöntuverndarvara. 

Námið er í fjarnámi og eru upptökur af fyrirlestrum aðgengilegar á kennsluvef skólans fram yfir prófdag. Nemendur taka einnig próf með rafrænum hætti á kennsluvef skólans. Fjölmargir aðilar kenna á námskeiðinu sem eru sérfræðingar á sínu sviði.

Við minnum á að mörg stéttarfélög veita félagsmönnum styrk til að sækja nám og námskeið. 

Skráning og allar nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar: https://endurmenntun.lbhi.is/varnarefni/

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image