Réttindanám í meðferð varnarefna vorið 2023

Opið er fyrir skráningar í réttindanám í meðferð varnarefna sem haldið er af Endurmenntun LBHÍ í samstarfi við Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið. Námið hefst miðvikudaginn 22. febrúar og lýkur með prófi fimmtudaginn 9. mars. Meðferð varnarefna er alfarið í fjarkennslu og geta nemendur sjálfir ákveðið hvenær þeir hlusta á fyrirlestra og tileinka sér námsefnið. Fjöldi sérfræðinga kemur að kennslu. 

Hægt er að velja milli þriggja námsleiða, allt eftir því hvaða réttindi hver og einn er að leita eftir:

MEÐFERÐ VARNAREFNA - FULLT NÁM
Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju og notendaleyfi fyrir notkun útrýmingarefna við eyðingu meindýra. 

MEÐFERÐ ÚTRÝMINGAREFNA VIÐ EYÐINGU MEINDÝRA
Námið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum vegna notkunar við eyðingu meindýra.

MEÐFERÐ PLÖNTUVERNDARVARA
Námið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju, þar með talin garðaúðun.

Skráning og allar nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LBHÍ.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image