Ásgarður, aðalbygging skólans að Hvanneyri sem hýsir m.a. mötuneytið.

Rekstraraðili óskast fyrir mötuneyti skólans á Hvanneyri

Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir eftir rekstraraðila fyrir mötuneyti skólans á Hvanneyri frá og með 1. ágúst 2021.

Eldhús mötuneytisins er vel búið, með góðri vinnuaðstöðu og matsalur rúmar 200 gesti. Meginverkefni mötuneytisins er morgunverðar- og hádegisverðar- þjónusta fyrir starfsmenn og nemendur auk þjónustu við fámenn fyrirtæki á staðnum. Mötuneyti LbhÍ sinnir jafnframt þjónustu við hópa sem heimsækja staðinn sem og fundi og námskeið á vegum skólans.

Mötuneytið gæti einnig í samstarfi við ferða- þjónustuaðila eða aðra víkkað út starfsemi sína eftir atvikum svo lengi sem starfsemin stangast ekki á við hagsmuni og þarfir skólans.

Nánari upplýsingar

Umsóknir tilgreini reynslu og menntun á sviði matreiðslu og mötuneytisrekstrar, ásamt hugmyndum að útfærslu rekstursins og sendist til Guðmundu Smáradóttur, mannauðs- og gæðastjóra (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Nánari upplýsingar veitir Theodóra Ragnarsdóttir rekstrarstjóri í síma 433 5000

Umsóknarfrestur 27. júlí 2021

Smelltu hér til að sækja um starfið

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image