Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir eftir rekstraraðila fyrir mötuneyti skólans á Hvanneyri frá og með 1. ágúst 2021. Eldhús mötuneytisins er vel búið, með góðri vinnuaðstöðu og matsalur rúmar 200 gesti. Meginverkefni mötuneytisins er morgunverðar- og hádegisverðarþjónusta fyrir starfsmenn og nemendur auk þjónustu við fámenn fyrirtæki á staðnum. Mötuneyti LbhÍ sinnir jafnframt þjónustu við hópa sem heimsækja staðinn, fundi og námskeið á vegum skólans. Mötuneytið gæti einnig í samstarfi við ferðaþjónustuaðila eða aðra víkkað út starfsemi sína eftir atvikum svo lengi sem starfsemin stangast ekki á við hagsmuni og þarfir skólans.
Umsóknir tilgreini reynslu og menntun á sviði matreiðslu og mötuneytisrekstrar, ásamt hugmyndum að útfærslu rekstursins og sendist til