Rætt við Áslaugu Helgadóttur prófessor um Nytjaplöntur á Íslandi

Árlega gefur LbhÍ út listann Nytjaplöntur á Íslandi. Morgunblaðið í dag ræddi við Áslaugu Helgadóttur, prófessor, um þessa útgáfu, en breytingar á listanum eru gerðar í samræmi við tilraunastarfsemina hjá LbhÍ og svo er leitað fanga í tilraunaskýrslum hinna landanna á  Norðurlöndum.
Skoðað er hvernig einstök yrki hafa staðið sig í nyrstu héruðum þar, sér í lagi ef engar íslenskar niðurstöður er að hafa.

Árið 2013 bættust við listann yrki aðallega af vallarfoxgrasi, sem er okkar helsta fóðurjurt, rauðsmára, rýgresi og hávingli, í kjölfar nokkuð umfangsmikilla tilrauna, sem hófust 2009 um allt land og í Vestur-Noregi. Sjá hér blaðsíðu úr Morgunblaðinu þar sem rætt er við Álaugu Helgadóttur.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image