Ræktun gegn riðu - Fræðslufundir á vegum Bændasamtaka Íslands

Ræktun gegn riðu – Fræðslufundur

Þriðjudaginn 31. október kl 20 verður fræðslufundur með Dr. Vincent Béringue og sérfræðingum frá RML, MAST, Keldum og LBHÍ. Fundurinn verður á Hvanneyri í Ársal, 3. hæð aðalbyggingar LBHÍ, Ásgarðs.

 

Mikið hefur áunnist á síðustu tveim árum sem tengist baráttunni við riðuveiki. Stóraukin þekking á þeim arfgerðum sem íslenska sauðkindin býr yfir m.t.t. næmi gegn riðu hefur skapað grundvöll fyrir breyttum baráttuaðferðum við sjúkdóminn.  Framundan eru því breyttar áherslur í sauðfjárræktinni og má segja að verið sé að taka fyrstu skrefin í því að bylta sauðfjárstofninum m.t.t. riðumótstöðu.

Á næstu dögum munu Bændasamtök Íslands í samstarfi við fleiri aðila standa fyrir fræðslufundum.  Fundunum er ætlað að svara ýmsum spurningum sem tengjast næmi arfgerða, áhrif innleiðingar verndandi arfgerða á stofninn, ræktunaráherslur og almenn atriði varðandi baráttuna við riðuveiki. Meðal fyrirlesara er frakkinn Dr. Vincent Béringue, einn helsti riðusérfræðingur heims, en hann hefur á síðustu mánuðum lagt stund á umfangsmiklar rannsóknir á næmi þeirra mismunandi arfgerða sem finnast í íslensku sauðfé m.t.t. riðuveiki og mun nú kynna niðurstöður sínar.

Aðrir frummælendur verða Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda BÍ, Stefanía Þorgeirsdóttir, sérfræðingur á Keldum, Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST, Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, Jón Hjalti Eiríksson, LBHÍ, Þórdís Þórarinsdóttir, RML og Eyþór Einarsson RML.

Öll áhugasöm eru hvött til að mæta og taka þátt í umræðum. Heitt á könnunni og léttar veitingar í boði.

Streymi verður frá fundinum á Hvanneyri, þriðjudaginn 31. október n.k. kl 20.

Nánari upplýsingar og dagskrá

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image