Fyrsti fundur í fundaröð til kynningar á Ræktum Ísland, drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Ræktum Ísland!

Góð mæting og umræður urðu á fyrsta fundi til kynningar á drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Það var vel við hæfi að fundarröðin hæfist á Hvanneyri í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Ræktum Ísland hefur verið kallað umræðuskjal og er hægt að veita umsögn um það í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí. Í umræðuskjalinu er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana. Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa vegin við gerð slíkra samninga í framtíðinni.

Næstu fundir:

  • Blönduós 8. júní kl. 16:00. Félagsheimilið Blönduósi.
  • Eyjafjörður 8. júní kl. 20:30. Hlíðarbær.
  • Þistilfjörður 9. júní kl. 12:00. Svalbarðsskóli.
  • Egilsstaðir 9. júní kl. 20:00. Valaskjálf
  • Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12:00.Nýheimar.
  • Selfoss 14. júní kl. 20:00. Þingborg.
  • Höfuðborgarsvæðið 15.júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
  • Opinn fjarfundur. Nánar auglýstur síðar.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image