Ráðið tímabundið í starf aðstoðarrektors

Eyjólfur Guðmundsson hefur verið ráðinn tímabundið í stöðu aðstoðarrektors. Eyjólfur er hér til hægri ásamt Ragneiði I. Þórarinsdóttur rektor.

Ráðið tímabundið í starf aðstoðarrektors

Dr. Eyjólfur Guðmundsson hefur verið ráðinn tímabundið í starf aðstoðarrektors LbhÍ og mun m.a. sinna hlutverki deildarforseta nýrrar deildar Lífs og lands þar til nýr deildarforseti hefur verið ráðinn. Eyjólfur mun taka formlega til starfa 11. ágúst en hefur þegar byrjað að kynna sér starfsemi LbhÍ.  

Eyjólfur var rektor Háskólans á Akureyri (HA) frá 2014-2024. Hann starfaði þar á undan sem sviðsstjóri greiningar og hagfræðingur hjá CCP og á árunum 2000-2007 við HA m.a. sem deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar HA.

Við bjóðum Eyjólf innilega velkominn til starfa!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image