Ráðunautafundur sem er samstarfsfundur Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) er haldinn í Ársal á Hvanneyri mánudaginn 12. og þriðjudaginn 13. ágúst. Fundurinn hófst að loknum hádegisverði með setningu Rektors LbhÍ Ragnheiðar I. Þóraninsdóttur kl 13. Þá var farið yfir verkefni á vegum stofnananna áður en erindi voru flutt. Guðni Þorvaldsson prófessor emeritus fjallaði um Áhrif áburðar á jarðveg og gróðurframvindu í sandjörð. Egill Gautason lektor fjallar um Erfðaorsakir kálfadauða áður en fundargestir fara þá í umræður og hópavinnu og að henni lokinni verður farið yfir rannsóknir á metanlosun nautgripa hjá Hvanneyrarbúinu.
Dagskrá þriðjudagsins hefst kl 9 með erindi Jóhannesar Sveinbjörnssonar dósents um verkefnið DIGI-RANGELAND sem er evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir á úthagabeit. Anna Guðrún Þórhallsdóttir flytur erindið Er beitarfriðun ekki bara málið? - Kolefnisbinding og fjölbreytileiki plantna og Helgi Jóhannesson segir frá stofnræktun á útsæðiskartöflum. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir kynnir úfjárræktarsambandi Evrópu (EAAP) áður en að farið verður í umræður og hópavinnu. Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri slítur síðan fundinum á hádegi.