Ráðstefnan Landsýn á Hvanneyri 16. október 2015

Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði föstudaginn 16. október 2015, frá klukkan 9.00 til 16.30. Formlegir aðstandendur ráðstefnunnar eru Matís, Veiðimálastofnun, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands. 

Þetta árið verður ein málstofa fyrir hádegið og tvær aðskildar eftir hádegið.

Byrjað verður á að hlíða á tvö erindi á víðtækum og/eða heimspekilegum nótum um gildi vísinda, menntunar og rannsókna.

Erindunum er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um hlutverk okkar og skyldur sem fræðimanna, rannsakenda og starfsmanna í opinnberri þjónustu. Til hvers, fyrir hvern?

Næst fáum við erindi um samskipti fjölmiðla og vísindamanna. Hlutverk beggja og hvernig þessir aðilar geti unnið sama að því að koma niðurstöðum rannsókna á framfæri.

Eftir hádegi verða aðskildar málstofur, þar sem annars vegar verður fjallað um ábyrga notkun vatns og hins vegar um málefni tengd ferðamönnum.

Ráðstefnan Landsýn verður á Hvanneyri þann 16. október 2015, kl. 9:00 til 16:30 - Skráning hér!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image