Ráðstefna um gæðamál háskóla verður haldin á Keldnaholti 13. september kl. 13-16

Ráðstefna um gæðakerfi íslenskra háskóla verður haldin föstudaginn 13. september kl. 13:00-16:00 í Landbúnaðarháskóla Íslands að Keldnaholti. Gæðaráð íslenskra háskóla stendur fyrir ráðstefnu um gæðakerfi íslenskra háskóla og ræðir um reynslu síðasta árs af gæðaeftirliti með háskólastarfsemi. Einnig verður fjallað um nýjustu úttektir ráðsins á gæðum náms við Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla – Háskólann á Hólum.

Dagskrá:
13:00 Setning
13:10 Prófessor Norman Sharp, formaður Gæðaráðs íslenskra háskóla
13:25 Dr. Rita McAllister, formaður úttektarhóps Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla – Háskólans á Hólum
14:00 Dr. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
14:20 Dr. Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla – Háskólans á Hólum
14:40 Kaffihlé
15:00 Almennar umræður
16:00 Ráðstefnulok
Fundarstjóri er Dr. Einar Hreinsson, framkvæmdastjóri Gæðaráðs íslenskra háskóla.
Ráðstefnan fer fram á ensku.

Allir velkomnir.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image