Klifur í trjám

Ráðstefna og klifurkeppni

Klifurtækni
Farið yfir atriði í klifurtækni

Í haust, 5.-6. Október, verður haldin ráðstefna í Postojna í Slóveníu á vegum Erasmus+ verkefnisins Safe Climbing sem Landbúnaðarháskóli Íslands stýrir. Verkefnið hefur þann tilgang að útbúa rafrænt námsefni til kennslu í trjáklifri og að þjálfa kennara í trjáklifri.

Fyrri daginn verða fyrirlestrar þar sem Bent Jensen frá Skovskolen kynnir verkefnið og afurðir þess, Tanja Grmovsek fjallar um lífstarfsemi trjáa og áhrif klippinga, David Fucka talar um vernduð tré í Slóveníu og Hannes Snorrason frá Vinnueftirlitnu fjallar um aðkomu eftirlitsmanna á verkstað. Evrópumeistarinn í trjáklifri 2017, Johan Pihl, verður með sýnikennslu fyrir þá sem langar að bæta sig í keppnisklifri.

Seinni dagurinn verður helgaður keppni í trjáklifri þar sem keppendur víðsvegar að úr álfunni spreytasig í nokkrum mismunandi keppnisgreinum s.s. Throwline, Foot lock, Rescue climb, Work climb og Speed climb.

Aðgangur á bæði ráðstefnuna og í keppnina er frír en þörf er á að skrá sig á heimasíðu verkefnisins safeclimbing.net þar sem einnig má finna frekari upplýsingar um verkefnið. Það stefnir í gríðarlega skemmtilegan og spennandi viðburð sem við hjá LbhÍ erum spennt að eiga þátt í.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image